Nýjast á Local Suðurnes

Gífurlegt eftirlit og “óstjórnleg paranoja” á Ásbrú

Á dögunum tóku No Borders, samtök hælisleitenda, þátt í fótboltamóti gegn fasisma sem haldið var hjá Austurbæjarskóla í Reykjavík. Samtökin segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við öryggisverði á Ásbrú í tengslum við mótið.

Í opinni færslu á Facebook segja samtökin að eins og oft áður var leigð rúta til að ná í flóttamenn á Ásbrú sem vildu gjarnan taka þátt í viðburðinum. Á Ásbrú tók á móti fararstjóra öryggisvörður, eins og ávallt, en í þetta sinn var hann mun ágengari en vanalega, vildi vita hverja væri verið að sækja, hvert væri verið að fara, hvað væri  verið að fara að gera, hver bílstjórinn væri og hvort þeir kæmu aftur í kvöld.

Öryggisvörðurinn kvaðst eiga rétt á þessum upplýsingum vegna þess að “við værum á jörð Útlendingastofnunar”, segir í færslu samtakanna.

Aðspurður tilhvers hann þyrfti þessa upplýsingar sagði hann að öryggisverðirnir á Ásbrú ættu samkvæmt skipunum Útlendingastofnunnar að skrifa niður bílnúmer allra bíla sem koma að flóttamannabúðum, bæði af fólksbílum og rútum.

Þá segja samtökin gífurlegt eftirlit og óstjórnlega paranoju einkenna öll störf útlendingastofnunnar, sérstaklega í kringum hinar lokuðu flóttamannabúðir á Ásbrú.