Nýjast á Local Suðurnes

Náttúruljósmyndari komst í hann krappann í hellaferð – Myndband!

Mynd: Skjáskot úr myndbandi Ellerts.

Náttúruljósmyndarinn, hellaáhugamaðurinn og umhverfisverndarsinninn Ellert Grétarsson komst í hann krappann þegar hann villtist í hellaferð í gær. Hann birti myndband á Youtube rás sinni af því þegar hann var orðinn áttavilltur og við það að örmagnast við að reyna að finna leið út úr völundarhúsi í iðrum jarðar.

“Var að örmagnast við að skríða einhverja hundruð metra á fjórum fótum eftir þröngum, grýttum rásum. En út komst ég að lokum. Þetta myndband er ekki fyrir viðkvæma.” Segir Ellert á Facebook, þar sem myndbandinu hefur verið deilt – Og hann varar fólk við að vera eitt á ferð við hellaskoðun.