Nýjast á Local Suðurnes

Þurrt og bjart framundan – Hiti á bilinu 12-18 stig

Það verður skýjað en að mestu þurrt, en bjart fyr­ir há­degi á suðvest­ur- og vest­ur­landi. Hiti á bil­inu 12 til 18 stig en sval­ara úti við norður- og aust­ur­strönd­ina. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Á morg­un er gert ráð fyr­ir austanátt, 8-13 metr­um á sek­úndu við suður­strönd­ina, ann­ars hæg­ari vind­ur. Skýjað með köfl­um og dá­lít­il rign­ing syðst um kvöldið. Hiti verður 8-18 stig, hlýj­ast vest­an­lands en sval­ast við aust­ur­strönd­ina.