Nýjast á Local Suðurnes

Silja Dögg vill 2. sæti á lista Framsóknarflokks

Núverandi þingmenn Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir mun sækjast eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í haust, hún greindi frá þessu í færsli á Facebook, að loknu kjördæmisþingi, sem haldið var á Hvolsvelli um helgina. Silja Dögg var í 4. sæti listans fyrir síðustu kosningar.

Í færslu sinni segist Silja Dögg meðal annars vona að flokksmönnum beri gæfa til að leysa innri mál flokksins farsællega á næstu vikum og koma sterkari en aldrei fyrr inn í kosningabaráttuna.

Við eigum ekki að óttast umræðuna heldur taka henni fegins hendi. Opin og lýðræðisleg umræða er grundvöllur þess að stjórnmálaflokkur þrífist og dafni.

Ég vona að okkur Framsóknarmönnum beri gæfa til að leysa innri mál flokksins farsællega á næstu dögum og vikum. Komum síðan sameinuð og sterkari en aldrei fyrr inn í kosningabaráttuna.

Ég er til í að vera með og ætla að gefa kost á mér að nýju, í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Segir Silja Dögg meðal annars í færslu sinni á Facebook.