Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fögnuðu og verðlaunuðu

Lokahóf Knattspyrnudeildar Njarðvíkur fór fram í gærkvöldi þar sem fagnað var frábæru tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Lengjudeildinni að ári með deildarmeistaratitli í 2. deild.

Veitt voru verðlaun fyrir tímabilið en besti leikmaður tímabilsins kosinn af leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum var Oumar Diouck.
Oumar fékk einnig gullskó fyrir að vera markahæsti leikmaður liðsins í sumar.

Efnilegasti leikmaður Njarðvíkur var valinn Reynir Aðalbjörn Ágústson og fékk hann Mile bikarinn.

Þá fengu Robert Blakala (50 leikir), Ari Már Andrésson og Bergþór Ingi Smárason (200 leikir) viðurkenningu fyrir fjölda leikja á vegum KSÍ fyrir UMFN.

Knattspyrnudeildin óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju og liðinu og öllum Njarðvíkingum með frábært tímabil í alla staði, segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.

Myndir: Facebook / Knattspyrnudeild Njarðvíkur