Tóku þátt í risa björgunaræfingu á Faxaflóa

Á annað hundrað manns tók þátt í risa björgunaræfingu sem haldin var á Faxaflóanum á sunnudag, þar á meðal voru félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes. Æfingin var sett þannig upp að tvö skip áttu að hafa lent í árekstri og það þriðja sem er á leið á slysstað til þess að bjarga farþegum skipanna tveggja verður vélarvana og þurftu björgunarsvetarmenn að bregðast við þessum aðstæðum.
Myndir frá æfingunni má sjá hér fyrir neðan.
Björgunarsveitarinnar Suðurnes bíða allskonar verkefni og æfingar í sumar, en sveitin mun líkt og undanfarin ár taka eina vakt í Hálendisvaktinni, að þessu sinni norðan Vatnajökul í eina viku í júlí. Einnig mun sveitin sinna gæslu á ýmsum viðburðum hér og þar um landið.