Nýjast á Local Suðurnes

Ókeypis dömubindi í Sambíóunum

Mynd: Facebook/Sambíóin

Boðið verður upp á ókeypis dömubindi fyrir viðskiptavini sína í öllum kvikmyndahúsum Sambíóana, þar með talið í kvikmyndahúsi keðjunnar í Reykjanesbæ. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fríðindaklúbbs fyrirtækisins í gær og er þjónustan þegar komin í gang.

„Það er ekki farið að reyna neitt á þetta í kvik­mynda­hús­un­um en við erum að fá fín­ar viðtök­ur á sam­fé­lags­miðlum. Ég held að þetta sé já­kvætt og okk­ur þykir þetta eðli­leg þjón­usta.“ Sagði Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í spjalli við mbl.is