Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtækið Zeto í þriðja sæti Gulleggsins 2016

Eydís Mary, stofnandi Zeto, hlustar af athygli á stofnanda Crowbar á vinnusmiðju Gulleggsins

Njarðvíkingurinn Eydís Mary Jónsdóttir og félagar hennar í sprotafyrirtækinu Zeto lentu í þriðja sæti í frumkvöðlakeppninni Gulleginu, úrslitin voru kynnt í dag. Fyrirtækið hefur þróað lífrænar serumhúðvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni og stefnir á að koma vörunum á markað fljótlega.

Eydís sagði prófanir á vörunni hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.

“Þari er mikið rannsakaður og mikils metin í húðvörur vegna heilnæmis hans og mikils magns lífvirkra efna sem hafa sannaða virkni fyrir húðina. Vöruþróun og prófanir á húðvörum hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.” Sagði Eydís.

Markmiðið með keppninni er að hjálpa einstaklingum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika og hefur keppnin komið nokkrum Suðurnesjafyrirtækjum vel, má þar nefna Mekano, ReMake Electics og GeoSilica. Verðlaunin fyrir þriðja sætið í keppninni eru 300.000 krónur.