Nýjast á Local Suðurnes

Framlengingar í samræmi við vinnuferla – Thorsil fær frest til júlíloka

Stjórn Reykja­nes­hafn­ar og Thorsil hafa samþykkt að færa dag­setn­ingu vegna greiðslu gatna­gerðar­gjalda til 31. júlí 2016. Sú fram­leng­ing er í  sam­ræmi við þá vinnu­ferla sem fylgt hef­ur verið hingað til í tengsl­um við samn­ing hafn­ar­inn­ar og Thorsil.

Gert er ráð fyr­ir því í samn­ingn­um að greiðslan skuli ber­ast þegar all­ir fyr­ir­var­ar í samn­ingn­um eru upp­fyllt­ir, s.s. þegar orku­samn­ing­ar Thorsil verða fyr­ir­vara­laus­ir. Þetta kemur fram á mbl.is.