Framlengingar í samræmi við vinnuferla – Thorsil fær frest til júlíloka

Stjórn Reykjaneshafnar og Thorsil hafa samþykkt að færa dagsetningu vegna greiðslu gatnagerðargjalda til 31. júlí 2016. Sú framlenging er í samræmi við þá vinnuferla sem fylgt hefur verið hingað til í tengslum við samning hafnarinnar og Thorsil.
Gert er ráð fyrir því í samningnum að greiðslan skuli berast þegar allir fyrirvarar í samningnum eru uppfylltir, s.s. þegar orkusamningar Thorsil verða fyrirvaralausir. Þetta kemur fram á mbl.is.