Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar semja við framherja frá UCI háskólanum

Grindvíkingar hafa ráðið nýjan erlendan leikmann en það mun vera Eric Wise sem er 25 ára gamall framherji úr UCI háskólanum í Kaliforníu. Eric þessi spilaði með Spirou Charleroi í Belgíu síðast.

Jóhann Þór Ólafsson sagði í samtali við Karfan.is að líkt og venjulega væru vonir bundnar við að Eric standi fyrir sínu.  Eric mun að öllum líkindum standa vörð um teiginn hjá þeim gulklæddu þar sem hann er stór og stæðilegur (2 metrar tæpir og 100+ kg)