Nýjast á Local Suðurnes

Hjörleifur Már endaði í liði Helga Björns í The Voice

Suðurnesjamaðurinn Hjör­leif­ur Már hefur staðið sig vel í raunveruleikaþættinum The Voice, hann tók lagið Someo­ne like You með Adelle í áheyrn­ar­pruf­um The Voice, og rokkaði það upp. Útgáfa hans af lag­inu vakti at­hygli dóm­ar­anna, sem voru öll spennt fyr­ir framtíð Hjör­leifs í þætt­in­um.

„Mér fannst gott að fá smá rock and role í þetta!“ sagði þjálf­ar­inn Helgi Björns um flutn­ing­inn, en Hjör­leif­ur endaði í liðinu hans.

Hjörleifur hefur undanfarin ár starfað á Keflavíkurflugvelli en hann hefur átt sér þann draum að koma sér á framfæri í tónlístarheiminum. Nú hefur verið stofnuð aðdáendasíða á Facebook undir nafninu Team Hjörleifur og er um að gera að láta sér líka vel við síðuna og fylgjast með Hjörleifi slá í gegn.