Banaslys á Njarðarbraut

Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag.
Slysið varð þegar tvær bifreiðar rákust saman. Hinn látni var ökumaður annarrar bifreiðarinnar. Hinn ökumaður og farþegi annarrar bifreiðarinnar hlutu minniháttar meiðsli.