Nýjast á Local Suðurnes

Harður árekstur á Njarðarbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á sjötta tímanum á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, til móts við skoðunarstöð Frumherja.

Tveir bílar skullu saman og er allt tiltækt lögreglulið á staðnum. Samkvæmt mbl.is voru tveir í öðrum bíln­um og einn í hinum og er einn al­var­lega slasaður. Ekki feng­ust nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.