Nýjast á Local Suðurnes

Festa mun leitast við að koma til móts við sjóðfélaga

Festa lífeyrissjóður mun leitast við að koma til móts við þá sem tekið hafa lán hjá sjóðnum og sjá fram á erfiðleika við að standa í skilum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Þannig mun sjóðurinn veita svigrúm eftir því sem lög og reglur heimila.

Þá undirbýr sjóðurinn opnun séreignarsparnaðar í samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um helgina. Stefnt er að því að gera ferlið eins þægilegt fyrir sjóðfélaga og hægt er.

Í tilkynningu eru sjóðfélagar eru beðnir um að sýna því skilning að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma en venjulega vegna mikils álags. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar varðandi bæði ofangreind úrræði verða birtar á heimasíðu sjóðsins á næstu dögum.