Nýjast á Local Suðurnes

Leikskólinn Holt hlýtur gæðamerki eTwinning

Anna Sofia Wahlström (tv.) og Hrefna Sigurðardóttir (th.), Leikskólanum Holti, taka á móti gæðaviðurkenningu fyrir eTwinning verkefnið Four Headed Dragon, ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, Rannís

Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hlaut gæðamerki eTwinning, þann 28. september síðastliðinn. Gæðamerkið og verðlaunin eru ætluð til þess að vekja athygli á góðum árangri skólanna og hvetja þá til áframhaldandi þátttöku í evrópsku samstarfi og notkunar upplýsingatækni.

Verkefnið semleikskólinn Holt hefur tekið þátt í var hluti af stærra Erasmus+ verkefni sem tengist lýðræði og læsi. Í eTwinning verkefninu bjuggu leikskólabörnin til sögur um dreka sem voru notaðar til þess að kanna ýmis málefni sem tengdust náttúru, samfélagi og tækni.

Það voru þær Anna Sofia Wahlström (tv.) og Hrefna Sigurðardóttir (th.), sem tóku á móti gæðaviðurkenningunni fyrir eTwinning verkefnið Four Headed Dragon.