Nýjast á Local Suðurnes

Árgangur 1966 færði Fjölsmiðjunni gjöf – Vonast til að skapa hefð

Árgangur 1966 færði nýverið Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum 123.000 krónur að gjöf sem söfnuðust í afmælispartýi á Ljósanótt.

Árgangur 1966 úr Keflavík, Njarðvík, Garði, Sandgerði og Vogum, sem er fimmtugur á árinu, kom saman, gladdist, rifjaði upp gamla danstakta á föstudagskvöldinu og mætti svo ferskur og mjög appelsínugulur í árgangagönguna, hápunkt Ljósanætur og hlýddi á Árelíu Eydísi flytja ræðu dagsins.

Ábyrg og öguð fjármálastjórn undirbúningsnefndarinnar gerði það að verkum að góður afgangur var, 123.000 krónur, og ákveðið var að láta aurinn renna til Fjölsmiðjunar á Suðurnesjum. Í Fjölsmiðjunni, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára, er verið að vinna þarft verk og gott sem mikilvægt er að styrkja eins og kostur er.

Það er von 1966 árgangsins að með þessu skapist sú hefð að fimmtugsárgangurinn styrki verðugt verkefni hverju sinni á Ljósanótt og boltanum því hér með varpað til 1967 árgangsins.

Hluti af undirbúningsnefnd afhenti Þorvarði forstöðumanni Fjölsmiðjunnar gjöfina íklædd appelsínugulu bolunum sem vöktu mikla athygli á Ljósanótt.  Á myndinni eru frá vinstri eru Guðrún Sigríður Gísladóttir, Margrét Guðleifsdóttir, Ólafur Thordersen, Þorvarður Guðmundsson, Hrönn Auður Gestsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir

Hluti af undirbúningsnefnd afhenti Þorvarði forstöðumanni Fjölsmiðjunnar gjöfina íklædd appelsínugulu bolunum sem vöktu mikla athygli á Ljósanótt.
Á myndinni eru frá vinstri eru Guðrún Sigríður Gísladóttir, Margrét Guðleifsdóttir, Ólafur Thordersen, Þorvarður Guðmundsson, Hrönn Auður Gestsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir