Aðalgötu lokað tímabundið á ný vegna framkvæmda
Aðalgötu hefur nú verið lokað tímabundið á nýjan leik, meðan verið er að steypa kantsteina og í framhaldi að ljúka yfirborðsfrágangi.
Í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar kemur fram að hjáleiðir séu sem fyrr um Þjóðbraut eða Garðveg.