Nýjast á Local Suðurnes

Málþing um rafrettur haldið í dag

Málþing um rafrettur verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 13. mars kl. 17.00 til 19.00
Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á hvort rafrettan sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning? Og hvort rafrettur séu undur eða ógn? Fundurinn er samstarfsverkefni Samsuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fyrirlesarar verða; Guðmundur Karl Snæbjörnsson – Læknir, sérfræðingur í heimilislækningum. Rafrettur bylting í tóbaksvörnum! Lára G Sigurðardóttir, MD. PhD – Læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands. Eru rafsígarettur hættulegar?

Að erindum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.