Nýjast á Local Suðurnes

Stærsta leigufélagið á Ásbrú að hluta í erlendri eigu

Eigendur Heimavalla, stærsta leigufélagsins á Ásbrú, hafa samið um sölu á tæplega 218 milljón hlutum í Heimavöllum til erlends fjárfestingasjóðs.

Nýir hlutir erlenda fjárfestingasjóðsins munu nema 1,92%-1,95% af heildar hlutafé félagsins eftir hlutafjárútboð sem fyrirhugað er á næstunni, segir í frétt á vef VB.is.