Nýjast á Local Suðurnes

Vinnuslys í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík

Starfsmaður í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík andaði að sér eiturgufum af sýru í kvöld. Maðurinn var við eftirlitsstörf í verksmiðjunni þegar hann gekk inn í rými þar sem aðrir starfsmenn voru að nota sýru til að þrífa ótilgreindan hlut.

Vísir.is hefur eftir lögreglunni á Suðurnesjum var lögregla og slökkvilið sent á staðinn og maðurinn fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Engar upplýsingar liggja fyrir um líðan mannsins. Um vinnuslys er að ræða.