Nýjast á Local Suðurnes

Karen rekur Gimli næstu þrjú árin

Í vikunni var undirritaður viðauki við samning við Karen Valdimarsdóttur eiganda Karen ehf. um rekstur leikskólans Gimlis til næstu þriggja ára. Karen ehf. hefur rekið skólann farsællega í 13 ár.

Með undirritun þessa samnings hefur rekstur allra þjónustureknu leikskólanna í Reykjanesbæ verið tryggður. Aðrir þjónustureknir leikskólar eru Heilsuleikskólinn Háaleiti, sem rekinn er af Skólum ehf. og Völlur og Akur sem reknir eru Hjallastefnunni.