Nýjast á Local Suðurnes

Gert er ráð fyrir hagnaði hjá Reykjaneshöfn á næsta ári

Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar fyrir næsta ár, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019, var birt á dögunum, þar kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir að tap verði á rekstrinum til ársloka 2019, að næsta ári undanskildu.

Gert er ráð fyrir 59 milljón króna hagnaði af rekstri hafnarinnar á næsta ári en tapi næstu þrjú árin þar á eftir, árið 2017 er gert ráð fyrir 349 milljóna króna tapi, 272 milljóna króna tapi árið 2018 og 199 milljóna tapi árið 2019.

Samfellt tap hefur verið á rekstri hafnarinnar undanfarin ár og hafa kröfuhafar, sem höfnin stendur í viðræðum við um þessar mundir, tvívegis veitt henni greiðslufrest á skuldbindingum sínum.

Nálgast má fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar á vef kauphallarinnar.