Vöntun á dagforeldrum í Grindavík

Mikil þörf er nú fyrir fleiri dagforeldra í Grindavík. Í dag eru fimm dagforeldrar starfandi hjá Grindavíkurbæ en það er mikil þörf á nokkrum í viðbót og því auglýsir Grindavíkurbær eftir aðilum sem hafa áhuga á að gerast dagforeldrar.
Starf sem dagforeldri getur hentað einstaklega vel fyrir þá foreldra sem eru heima með sitt eigið barn og geta hugsað sér að taka 1-3 í viðbót í dagvistun, hluta úr degi eða allan daginn. Dagforeldrar eru verktakar hjá Grindavíkurbæ sem veitir leyfi fyrir starfseminni og annast eftirlit.
Hér er gott tækifæri fyrir jákvæðan einstakling að skapa sér starfsvettvang og starfsumgjörð sem hentar honum og hans heimili, segir í tilkynningu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.