Nýjast á Local Suðurnes

Með 15 milljón fylgjendur og dásamar Bláa lónið í bak og fyrir – Myndband!

Ofurfyrirsætan og athafnakonan Blac Chyna er stödd hér á landi um þessar mundir og heldur til á lúxushóteli Bláa lónsins. Stjarnan sem er með um 15 milljón fylgjendur á Instagram virðist lítið hafa farið út af hótelinu ef eitthvað er að marka færslur hennar á samfélagsmiðlunum, en þær eru ófáar og fullar af lofi um hið nýopnaða lúxushótel.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem fyrirsætan hefur birt á Insagram, en á annað hundrað þúsund fylgjendur hafa líkað við fyrstu færslu Chyna á miðlinum sem birt var í gær. Þá er stjarnan afar öflug á Snap Chat, en þar má finna fjölda mynda og myndbanda hvar hún er ekkert að fela ánægju sína með vistarverurnar.

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

Blue Lagoon 💙 Life is amazing

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on