Nýjast á Local Suðurnes

Kanna kosti þess að setja upp myndavélar sem lesa skráningarnúmer bíla

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur falið bæjarstjóra að óska eftir kynningu á möguleikum myndavélakerfis sem greinir umferð bifreiða. Slík kerfi lesa skráningarnúmer bifreiða og eru tengd ökutækjaskrá.

Myndavélar yrðu þá settar upp, en þær eru tengdar hugbúnaði og ökutækjaskrá til að lesa skráningarnúmer bíla sem fram hjá er ekið og fá þannig upplýsingar um heildarfjölda ökutækja á tilteknu tímabili, sundurliðun tegunda ökutækja eftir þyngd, sundurliðun á búsetu eigenda eftir póstnúmerum, fjölda bílaleigubíla og hvaða ökutæki tilheyra fyrirtækjum og hver eru í einkaeigu.