“Ljóta Betty” skemmti sér vel í Bláa lóninu – Myndband!

Bandaríska leikkonan America Ferrera sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Ugly Betty eða „Ljóta Betty“ er stödd á Íslandi í sumarfríi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Piers Williams.
Þau skötuhjú hafa verið dugleg við að deila upplifun sinni af landinu á samfélagsmiðlunum og þar á meðal reynslu sinni af Bláa lóninu, sem leikonunni virðist líka vel ef eitthvað er að marka myndband og stöðuuppfærslur hennar á Facebook og Instagram, sem sjá má hér fyrir neðan.