Nýjast á Local Suðurnes

Áframhaldandi varðhald vegna 200 milljón króna þjófnaðar

Tveir karl­menn sem hafa setið í gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð hafa verið úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald fram til föstu­dag­ins 2. mars. Þetta staðfest­ir lög­regl­an á Suður­nesj­um.

Brot­ist var inn á þreim­ur stöðum og reynt að brjót­ast inn á þeim fjórða, en alls var 600 tölv­um stolið og er verðmæti þýf­is­ins talið nema rúm­um 200 millj­ón­um króna.

Inn­brot­in þrjú voru fram­in á tíma­bil­inu frá 5. des­em­ber síðastliðnum til 16. janú­ar. Þeim er lýst sem „þaul­skipu­lögðum“. Rann­sókn máls­ins er nokkuð um­fangs­mik­il, enda er það álitið tengj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, og hafa alls níu manns verið hand­tekn­ir.