Nýjast á Local Suðurnes

Lánasjóður greiðir arð – Tugir milljóna til Suðurnesja

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn föstudaginn 8. apríl síðastliðinn, á fundinum samþykkti stjórn lánasjóðsins samhljóða að greiða 523 milljónir króna í  arð vegna rekstrarársins 2015.

Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga hlut í sjóðnum, Reykjanesbær stærstan, rúm þrjú prósent, Grindavíkurbær rúmt prósent, en Sandgerðisbær, Vogar og Sveitarfélagið Garður um hálft prósent. Reykjanesbær fær því tæplega 16 milljónir króna í arð, Grindavík rúmar 5 milljónir og Sandgerði, Vogar og Garður um 3 milljónir króna hvert. Af arðgreiðslum sjóðsins koma því um 30 milljónir króna til Suðurnesja.

Þá var kosið í nýja stjórn sjóðsins, enginn frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum var kosinn í aðalstjórn, en Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerði og Kristín M. Birgisdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík voru kosnir varamenn.