Nýjast á Local Suðurnes

Góðgerðatónleikar í Grindavíkurkirkju – Fjöldi tónlistarmanna kemur fram

Góðgerðatónleikar verða haldnir í Grindavíkurkirkju kl. 20.00, í kvöld 21. febrúar, en tónleikarnir eru hluti af góðgerðaviku Nemenda- og Þrumuráðs Grunnskóla Grindavíkur.

Alls munu átta listamenn koma fram á tónleikunum, en það eru þau Tómas Guðmundsson, Guðrún Lilja jólastjarna, Oliwia, Arney Ingibjörg, Hófí, Rakel, Arnar og Guðrún Árný.

Það kostar ekkert inn á tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum. Allir velkomnir.