Nýjast á Local Suðurnes

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík aðgengileg á netinu

Hægt er að nálgast útprentaðar rýmingaráætlanir bæði á bæjarskrifstofu Grindavíkur og í Kvikunni menningarhúsi.

Áætlunin var borin í hús í fyrra en mögulega finna ekki allir hana núna, segir á vef sveitarfélagsins. Hægt er að nálgast rýmingaráætlun til að prenta út hér en hana er að finna undir tenglinum Almannavarnir og náttúruvá sem er til hægi á vefsíðunni. Nálgast má áætlunina á pólsku hér líka.