Nýjast á Local Suðurnes

Kallaðir út til að laga fokskemmdir á sundhöll Keflavíkur

Starfsfólk á vegum eigenda gömlu sundhallarinnar var kallað út að beiðni lögreglu síðastliðið sunnudagskvöld þegar hluti af þakplötum og þakkanti hússins fauk af byggingunni í vonskuveðri. Starfsfólkið náði tökum á aðstæðum og kom í veg fyrir frekari slysahættu á staðnum. Verið er að meta tjónið.

Húsnæðið hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið eftir að hollvinasamtök voru stofnuð með það að markmiði að bjarga húsinu frá niðurrifi. Húsnæðinu hefur lítið sem ekkert verið haldið við utanhúss undanfarin ár.