Nýjast á Local Suðurnes

Bonneau er kominn á stjá og æfir af krafti í Bandaríkjunum – Myndband!

Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik er kominn á stjá og farinn að æfa á ný, eftir erfið meiðsli, sem hafa hrjáð hann undanfarið rúmt ár, en hann sleit sem kunnugt er hásin, tvisvar á síðasta tímabili. Njarðvíkingar gerðu á dögunum tveggja mánaða reynslusamning við leikmanninn, þar sem Njarðvíkingar koma til með að meta hvort hann hafi náð sér af meiðslunum.

Bonneau er óðum að komast í form, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem tekið er í æfingabúðum í Bandaríkjunum.