Þrír Suðurnesjadrengir æfa með U17 landsliðinu í knattspyrnu um jólin
KSÍ hefur boðað drengi á aldrinum 15-17 ára á úrtaksæfingar með U17 ára landsliðinu. Æfingarnar verða á haldnar á milli jóla og nýárs.
Þrír Suðurnesjamenn eru á meðal þeirra sem boðaðir hafa verið á æfingar, Ísak Óli Ólafsson sem leikur með Keflavík, Keflvíkingurinn Stefan Alexander Ljubicic sem leikur með Brighton og Njarðvíkingurinn Benjamín Fjeldsted Sveinsson sem býr í Noregi um þessar mundir og leikur með Alasunds FK.