Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglubifreið í eftirför hafnaði á ljósastaur – Tveir lögreglumenn fluttir á sjúkrahús

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað á vettvang þegar lögreglubifreið í forgangsakstri hafnaði utanvegar og á ljóstastaur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Samkvæmt Facebook-síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum voru tveir lögreglumenn fluttir á sjúkrahús í Keflavík og annar þeirra áfram á Landspítalann, en grunur leikur á að hann sé beinbrotinn.

Óhappið atvikaðist þannig að lögreglumenn höfðu mælt bifreið fyrir of hraðan akstur og voru að veita henni eftirför þegar lögreglubifreiðin varð stjórnlaus í hálku og krapa á vegöxlinni með fyrrgreindum afleiðingum,