Nýjast á Local Suðurnes

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar samþykkt

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023 til og með 2026 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 6. desember 2022 og var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar um fjárheimildir ársins 2023 eru:

  • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 32,5 milljarða.kr.
  • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 21,2 milljarðar.kr.
  • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 25,8 milljarða.kr.
  • Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 18,9 milljarða.kr.
  • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 6,8 milljarða.kr.
  • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,3 milljarða.kr.
  • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,2 milljarða.kr.
  • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 806 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2023 er jákvæð um 925 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2023 er jákvæð um 233 m.kr.
  • Eignir samstæðu í lok árs 2023 verða 79,4 milljarða.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2023 verða 42,6 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2023 verða 47,5 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2023 verða 28,5 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2022 er 5,3 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2022 er 2,1 milljarða.kr.