Þjónusta sýslumanna skerðist verulega komi til verkfalls

Stéttarfélag almennra starfsmanna embætta sýslumanna, Sameyki, hefur boðað til ótímabundins verkfalls frá og með mánudeginum 9. mars næstkomandi, komi til þess má gera ráð fyrir að þjónusta embættanna skerðist verulega.
Þannig verður meira og minna lokað fyrir símsvörun og almenna afgreiðslu og ekki unnt að fá mál afgreidd, svo sem beiðnir um vegabréf, ökuskírteini, þinglýsingu skjala, ýmis leyfi o.fl. Þá verða umboðsskrifstofur Trygginga-stofnunar ríksins og Sjúkratrygginga Íslands hjá sýslumönnum einnig lokuð.
Nánari upplýsingar um þá þjónustu sem í boði verður á hverjum stað verður að finna á síðu hvers embættis þegar nær dregur.