Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Skottsala á Skólavegi

Á laugardaginn verður bryddað uppá þeirri nýjung að halda svokallaða skottsölu á malarplaninu á móti úrabúðinni eða á horninu hjá Skólaveginum og Hafnargötunni, þar sem íbúum bæjarins stendur til boða að mæta með bílinn sinn, opna skottið og selja notuð föt eða annað.

Skottsölur hafa verið vinsælar á bæjarhátíðum í Hafnarfirði og Hveragerði svo dæmi séu tekin í gegnum tíðina og má búast við að fjöldi fólks muni skoða það sem í boði verður í farangursgeymslum bifreiða Suðaurnesjafólks.