Nýjast á Local Suðurnes

Streetballmót í körfubolta á Keflavíkurnóttum – Þekktar kempur mæta til leiks

Tónlistarhátíðin Keflavíkurnætur fer fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar um næstu helgi og er margt spennandi á dagskrá hátíðarinnar. Þýski diskóboltinn Haddaway mun koma fram á Ránni á föstudagskvöld auk þess sem sannkallað landslið tónlistarmanna mun koma fram á öðrum skemmtistöðum, má þar nefna Hjálma, Björgvin Halldórsson, Siggu Beinteins, Matta Matt fyrir eldri kynslóðina og fyrir þá sem yngri eru má nefna hljómsveitina í Svörtum fötum, Aron Can, Emmsjé Gauta, GP, Von og Bent.

Samhliða Keflavíkurnóttum mun verða haldið Streetball mót í körfubolta, mótið verður haldið á vellinum við Njarðvíkurskóla og verður leikið 3 á 3. Takmarkaður liðafjöldi getur skráð sig til leiks og því gott að hafa hraðar hendur og skrá sig hér eða með því að senda póst á agent@agent.is. Heyrst hefur að þekktar kempur á borð við Magnús Þór Gunnarsson, Óla Geir og FöstudagsÁrna Árnason muni taka þátt í mótinu.