Nýjast á Local Suðurnes

Uppselt á þorrablót Keflavíkur og Njarðvíkur – Myndband!

Það er ljóst að gleðin verður við völd tvær helgar í janúar, hið minnsta, en þá halda íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík árleg þorrablót sín. Keflvíkingar verða á ferðinni þann 13. janúar og Njarðvíkingar þann 27. janúar.

Uppselt er á blótin hjá báðum félögum og komust færri að en vildu, bæði í Ljónagryfjunni og í TM-Höllinni. Bæði félögin bjóða upp á dúndur skemmtiatriði, Keflvíkingar bjóða meðal annars upp á Matta Matt og Sölku Sól auk þess sem annállinn vinsæli verður á sínum stað. Veislustjóri er Hjörvar Hafliðason. Breki Logason mun stjórna veislunni í Njarðvíkum, en stórhljómsveitin Á móti sól mun halda uppi stuðinu ásamt Andra Ívars. og Stebba Jak.

Keflvíkingar tilkynntu um frábæra miðasölu á skemmtilegan hátt á Fésbókarsíðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan: