Nýjast á Local Suðurnes

Slasaðist eftir tveggja metra fall við vinnu í byggingavöruverslun

Karlmaður slasaðist þegar hann féll af timburpalli í Reykjanesbæ. Maðurinn var við vinnu sína í byggingavöruverslun þegar óhappið varð. Fallið var um tveggja metra hátt og hlaut hann áverka í andliti auk þess sem talið var að hann hefði hugsanlega handleggsbrotnað. Hann var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lögregla tilkynnti Vinnumálastofnun um málið.

Þá slasaðist ung stúlka í Íþróttaakademíunni í Krossmóum. Hún var talin hafa handleggsbrotnað eftir fall við æfingar.