Nýjast á Local Suðurnes

Vara við hellaskoðun við Eldvörp

Veðurstofa Íslands vara við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar voru gerðar á svæðinu í gær. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega vegna landsriss við Þorbjörn í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst á svæðinu í lok janúar.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að breytinga hafi orðið vart í mælingum á svæðinu og því er varað við hellaskoðun. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli.

„Margir hellar eru á svæðinu, en hellirinn sem um ræðir er við bílastæði þar sem vinsælt er að leggja upp í skoðun á Eldvörpunum,“ segir í tilkynningunni. Almannavörnum hefur jafnframt verið gert viðvart um stöðu mála.