Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla og landhelgisgæsla kanna aðstæður við Keili

Lög­regl­an á Suður­nesj­um fer nú um svæðið við Keili á Reykjanesi til að kanna áhrif jarðskjálft­a sem reið yfir svæðið um klukkan 10 í morgun. Þá er þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar far­in á svæðið til að kanna aðstæður.

Ekkert tjón hefur verið tilkynnt í kjölfar skjálftans og ekki hefur verið tilkynnt um meiðsl á fólki, samkvæmt vef mbl.is.

Óvissu­stig al­manna­varna hef­ur verið í gildi á Reykja­nesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janú­ar.