Nýjast á Local Suðurnes

Vatnselgur á Reykjanesbraut og víða flughált

Vegsgerðin varar ökumenn við miklu vatni á vegum, þar á meðal Reykjanesbraut, vegna asahláku.

Þá er víða flughált á útvegum á Suðurnesjum, samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að Krýsuvíkurvegur sé lokaður vegna krapa á vegi og að flughált sé á Suðurstrandarvegi.