Nýjast á Local Suðurnes

Annað sætið tryggði Söru sex milljónir króna

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á sterku CrossFit móti Rogue fitness um helgina.

Helsti keppinautur Söru undanfarin misseri, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, sigraði mótið nokkuð örugglega, en hún nældi í 75 stigum meira en Sara.

Annað sætið gaf Söru 5,4 milljónir íslenskra króna í verðlaun, auk þess sem hún sigraði eina grein sem bætir um 600.000 krónum við verðlaunaféð.