Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík og Reynir áfram í bikarnum

Njarðvík, Víðir, Þróttur Vogum, Grindavík og GG eru úr leik í Mjólkurbikarnum þetta tímabilið, en Keflvíkingar og Reynir Sandgerði tryggðu sér sæti í 32ja liða úrslitum keppninnar.

Næsta umferð verður Suðurnesjaliðunum tveimur þó væntanlega erfið, en Keflvíkingar þurfa að mæta sterku liði Breiðabliks og Reynir leikur gegn Þór frá Akureyri á útivelli.