Nýjast á Local Suðurnes

Enginn flótti frá Þrótti – Fjórir nýjir leikmenn til liðsins

Þróttarar Vogum fengu fjóra leikmenn til liðs við sig áður en félagaskiptaglugganum lokaði á miðnætti, Tómas Ingi Urbancic frá HK, Jökull Þorri Sverrisson frá Víkingi R, Breki Einarsson frá Þrótti R, og Guðmundur Arngrímsson frá Dalvík/Reyni gengu til liðs við Vogaliðið sem er í sjönda sæti þriðju deildarinnar.

Það fóru tveir leikmenn frá liðinu í félagaskiptaglugganum, Davíð Arthur fór til GG. Davíð spilaði 46 leiki fyrir Þrótt, þá skipti Einar Valur yfir í Njarðvík. Einar spilaði 29 leiki fyrir Þrótt. Andri Steinn Birgisson fyrrverandi þjálfari liðsins átti von á að fleiri menn yfirgæfu liðið, hann sagði í samtali við Fótbolti.net í byrjun júlí að hann ætti von á að leikmenn færu að líta í kringum sig þegar félagaskiptaglugginn opnaði.

Andra var sagt upp störfum í byrjun júlí og taldi sig hafa haft fullan stuðning innan leikmannhópsins.

„Já ég tel það. Miðað við viðbrögð leikmanna og stuðning sem ég fæ kæmi það ekki á óvart að einhverjir leikmenn líti í kringum sig í glugganum.” Sagði Andri

 

Næsti leikur Þróttara verður á laugardaginn kemur þegar liðið heimsækir lið KFR. Hefst leikurinn klukkan 14 og fer fram á Hvolsvelli.