Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanæturhlaup Lífsstíls í kvöld

Ljósanæturhlaup Lífsstíls verður haldið í kvöld og verður ræst í allar vegalengdir kl 18. Hlaupið í ár er til minningar um Björgvin Arnar og mun 500 kr. af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins.

Kort af hlaupaleið má finna á hlaup.is.

Keppt verður í 3 km – 7 km og 10 km, og er framkvæmd hlaupsins í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um þátttökugjöld og fleira má sjá á myndinni hér fyrir neðan eða með því að hringja í Vikar í síma 899 0501.

Verðlaunaafhending hefst klukkan 19.30 að móti loknu.

ljosanaeturhlaup uppl