Nýjast á Local Suðurnes

Hætta að útvega börnum skriffæri vegna Covid 19

Tekið hefur verið upp nýtt verklag við að sótthreinsa snertifleti í Akurskóla í Njarðvik vegna Covid 19 veirunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á foreldra barna í skólanum.

Í tölvupóstinum er mælst til þess að farið sé eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis sem uppfærðar eru eftir ástæðum og finna má neðst í þessari frétt.

Auk nýs verklags við að spritta snertifleti og hurðahúna í skólanum mun skólinn frá og með næstkomandi mánudegi hætta að útvega nemendum blýanta, strokleður og yddara sem margir handleika. Þá eru vinsamlega beðnir um að  senda börn í skólann með pennaveski með þessum hlutum í.

Tilmæli sóttvarnalæknis má sjá hér fyrir neðan:

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39279/frettatilkynning-vegna-koronaveirunnar-covid-19-28022020