Nýjast á Local Suðurnes

Stefan fagnaði samningnum við Brighton með marki gegn Skotlandi

Hinn 16 ára gamli leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, Stefan Alexander Ljubicic hefur verið seldur til til enska liðsins Brighton. Það er Fótbolti.net sem greindi frá þessu í dag. Samkvæmt frétt Fótbolta.net gerir Stefan þriggja ára samning við liðið sem leikur í 1. deild.

Stef­an sýndi hvers hann er megnugur þegar hann jafnaði met­in í 1-1 þegar þrjár mín­út­ur voru til leiks­loka í leik drengja­landsliðsins í knatt­spyrnu gegn Skotlandi í kvöld, markið kom eftir send­ingu frá Jónatan Jóns­syni, leik­manni AZ Alk­ma­ar í Hollandi. Skot­um tókst hins­veg­ar að skora sig­ur­mark í upp­bót­ar­tíma og unnu leik­inn 2-1.