Nýjast á Local Suðurnes

Gossprungan lengist með háum gosstrókum – Neyðarstjórn HS Veitna metur stöðuna

Eldos sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan hálf tíu í kvöld fór af stað með miklum krafti með háum gosstrókum. Þá hefur gossprungan hefur margfaldast að lengd eftir að hún opnaðist fyrst og er enn að lengjast.

Rýmingu er lokið í Grindavík og Svartsengi og tókst hún vel. Þá er neyðarstjórn HS Veitna að störfum við að meta stöðuna samkvæmt tilkynningu. Þar segir að fyrirtækið muni upplýsa um það þegar hvort og hvaða mögulegu áhrif hraunflæði gæti haft á innviði í nálægð við eldgosið.